Sumarbuðir

10. flokkur í Vindáshlíð hafinn!

Það voru tæplega 80 hressar og kátar stelpur sem fóru upp í Vindáshlíð í glampandi sólskini í gær. Eftir að hafa komið sér fyrir í herbergjunum og borðað hádegismat var farið í ratleik um húsið og nánasta umhverfi. Hvert herbergi vann saman að því að leysa ýmsar þrautir. Í kaffinu var boðið upp á góðgæti sem var borið fram úti í góða veðrinu. Eftir kaffi hófst brennókeppnin og íþróttaforingi var með húshlaup sem langflestar stelpurnar tóku þátt í.
Í kvöldmatinn var plokkfiskur með grænmeti. Eftir kvöldmat var kvöldvaka, þar sem þrjú herbergi voru með leikrit og stýrðu leikjum. Nokkrar stelpur fóru út í læk til að bursta tennur en fóru þó vel klæddar þar sem aðeins var farið að kólna í veðri.
Nokkuð vel gekk að sofna þetta fyrsta kvöld í Vindáshlíð og ró var komin rétt eftir miðnætti.
hér er hægt að skoða myndir

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889