Sumarbuðir

Vindáshlíð 2. flokkur: 5. dagur

Þriðjudagurinn í Vindáshlíð gekk frábærlega fyrir sig, þetta er síðasti dagurinn í flokknum fyrir veisludag. Þá kom í ljós hverjir urðu brennómeistarar og fá að keppa við foringjana síðasta daginn, einnig er að koma mynd á það hver gæti orðið íþróttadrottning þennan flokkinn. Stelpurnar höfðu það gott hjá okkur yfir daginn með hefðbundinni dagskrá, þær fengu lasagna í hádeginu, skokkuðu upp á Sandfell eftir hádegi, sumar voru hetjur og fóru uppá topp á mettíma, aðrar voru líka hetjur og löbbuðu hringinn í kring um Sandfell í stað þess að fara upp. Að launum var sjónvarpskaka í kaffitímanum. Í kvöldmatinn fengu þær svo ávaxtasúrmjólk og brauð. Kvöldvakan var á sínum stað og hugleiðing um bænina fyrir svefninn.
Síðasti dagur flokksins er síðan veisludagur og er tilhlökkunin mikil fyrir honum.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889