Sumarbuðir

3. flokkur Vatnaskógar í fullum gangi

3. flokkur Vatnaskógar er í fullum gangi. Í gær föstudag voru hoppukastalar í miklu hlutverki. En bátar, fótbolti, íþróttir og kvikmyndagerð eru einnig vel sóttir viðburðir. Í þessum skrifuðu orðum er nokkur úði og smá gola.
Í dag er samt stefnan sett á "Hermannaleik" sem er í raun klemmuleikur þar sem skipt er í tvö lið og felst leikurinn í því að ná klemmu sem klemmd er á handlegg hvers og eins eftir ákveðnum reglum. Hver veit nema að "Skógardýrin" láti sjá sig og muni síðan flýja undan tæplega 100 mjög svo ákveðnum drengjum.
Í hádegismat er hakk og spaghetti en þess má geta að fimm máltíðir eru á dag, þannig að enginn ætti að verða svangur. HÉR ERU MYNDIR FRÁ 18. JÚNÍ.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889