Sumarbuðir

Sólardagur í Ölveri :)

Þær vöknuðu hressar kl. 9 í morgun og veðrið lék við okkur eins og fyrri daginn. Þær fóru svo á biblíulestur og lærðu um Jesú. Svo tók brennó við! Það var fjör. Í hádegismat fengu þær fisk og kartöflur, namm. En þetta var óvenjulegt hádegi því það komu gestir, plötusnúðar og það var Óskalagahádegi. Eftir það fórum við út og fórum í vatnsstríð við foringjana í sólinni og í leiki. Svo kom kaffi og við fórum út í Hafnará að vaða og bustla í blíðviðrinu. Þegar þær komu tilbaka fóru þær í heitan pott og sturtu og margar settu fléttur í hvor aðra eftir sturtuna. Í kvöldmatinn fengum við jógúrt með ávöxtum í og brauð. Kvöldvakan skall á og 2 herbergi voru með atriði sem við hlógum dátt að. Eftir kvöldhressingur fóru stelpurnar svo að gera sig til fyrir háttin og ró var komin á klukkan 23.00.

Kveðjur úr Ölveri

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889