Sumarbuðir

Frábær stemming á Sæludögum

Um 700 manns voru mætt í gærkvöldi á Sæludaga í Vatnaskógi. Nú eru flest tjaldsvæðin full og stefnir í met gestafjölda. Búast má við enn fleira fólki á staðinn í dag.
Dagskrá Sæludaga hófst vel sóttri kvöldvöku í gærkvöldi. Á dagskrá hátíðarinnar í dag er m.a. vatnafjör, fjölskyldubingó, leitin að gáfuðustu fjölskyldunni, knattspyrna, og fræðslustundir.
Á fræðslustund sem kristniboðanir Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrisson segja frá starfi á meðal Tsemai manna í S – Eþíópu. Síðar í dag um Halldór Elías Guðmundsson segja frá upplifun sinni við hamfarirnar á Haiti.

Í kvöld verður Vatnaskógarkvöldvaka og tónleikar þar sem Pétur Ben og Lay Low koma fram ásamt hljómsveitinni GIG. Miðnæturdagskrá með hamónikkuleik og hljómsveitinni "Hvar er Mjallhvít" mun ljúka dagskrá þessa dags.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889