Sumarbuðir

Öflugur vinnuflokkur í Vindáshlíð!

Síðustu helgi var mikið um að vera í Vindáshlíð. Unnið var að því að koma vatnsmálunum í lag, en borið hefur á vatnsskorti að undanförnu. Byko er öflugur styrktaraðili þess verkefnis.

Einnig kom fríður hópur hörkuduglegra sjálfboðaliða frá Auði Capital sem tók til hendinni í skógræktarmálum. Þeim eru þökkuð vel unnin störf. Von er á fleiri starfsmönnum frá Auði Capital í vinnuflokka í maí. Hér má sjá myndir af starfsmönnum Auðar, en myndir af vatnsframkvæmdum verða birtar fljótlega.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889