Sumarbuðir

Áhugaverð samkoma á sunnudagskvöld, 14.nóvember, á Holtavegi 28: ,,Jesús er Drottinn“

Næstkomandi sunnudagskvöld, 14.nóvember, verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20.
Samkoman hefur að þessu sinni yfirskriftina ,,Jesús er Drottinn“. Ræðumaður kvöldsins er góður gestur frá Bandaríkjunum, Curtis Snook.
Curtis dvaldist ásamt eiginkonu sinni, Abby, og þremur börnum þeirra á Íslandi á árunum 1995-2002. Curtis starfaði þá sem læknir á slysadeild LSH og Abby við kennslu í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Á meðan dvöl þeirra stóð yfir voru þau virk í starfi KFUM og KFUK, ekki síst við tónlistarflutning á samkomum á Holtavegi 28 og stjórnun Biblíuleshóps. Þessir góðu gestir koma til landsins í þeim tilgangi að halda upp á samtals 100 ára afmæli sitt og verða hér á landi í nokkra daga.
Um tónlistarflutninginn í kvöld sér hin skemmtilega og fjöruga Gleðisveit, sem fær Curtis og Abby einnig til liðs við sig. Eftir að samkomu lýkur verður að venju sægætissala á vegum KSS opnuð, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalega stund.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Á hverju sunnudagskvöldi í vetur eru sunnudagssamkomur á vegum KFUM og KFUK á Íslandi á Holtavegi 28 í Reykjavík. Nánari umfjöllun um þær má sjá hér: http://kfum.niba.is/ad-og-fjolskyldustarf/sunnudagssamverur-i-reykjavik/ .

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889