Sumarbuðir

Fjölskyldusamvera í félagsheimili KFUM og KFUK á Akureyri í upphafi aðventu

Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 28. nóvember verður haldin fjölskyldusamvera kl. 17 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Fjalar Freyr Einarsson leiðir almennan söng, Katrín Harðardóttir verður með orð og bæn og Jóhann Þorsteinsson flytur hugvekju.
Að samveru lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur sem krakkarnir í deildarstarfi KFUM og KFUK á Akureyri skreyttu með glassúr í liðinni viku. Vonast er eftir þátttöku barna úr deildarstarfinu á Akureyri ásamt fjölskyldum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889