Sumarbuðir

Jólakveðja frá starfsfólki KFUM og KFUK á Íslandi

Kæru félagsmenn og aðrir lesendur,
Starfsfólk í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK óskar ykkur og ástvinum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með von um að þið eigið gleðiríka jólahátíð og njótið Guðs blessunar.
Eftir að nýtt ár gengur í garð, hefur deildastarf æskulýðssviðs göngu sína mánudaginn 10. janúar. Fullorðinsstarf aðaldeildanna hefst í sömu viku.
Fyrsti AD KFUK-fundur á nýju ári, 2011, verður þriðjudaginn 11. janúar kl. 20, og fyrsti AD KFUM-fundurinn á nýju ári verður fimmtudaginn 13. janúar kl. 20.
Nýtt tölublað Fréttabréfs KFUM og KFUK ásamt Dagskrá fyrir vorið 2011 hefur nú verið sent til allra félagsmanna í pósti. Einnig er öllum velkomið að sækja eintök af hvoru tveggja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík milli kl. 9 og 17 virka daga (sjá frétt hér neðar á síðunni um afgreiðslutíma yfir jól og áramót).
Gleðileg jól!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889