Sumarbuðir

Tilkynning: Enginn fundur hjá AD KFUM í kvöld, 17. febrúar

Kæri lesandi,
enginn fundur verður í kvöld, 17. febrúar hjá Aðaldeild (AD) KFUM, eins og venja er á fimmtudagskvöldum.
Fyrr í vikunni var haldinn sameiginlegur, árlegur Hátíðar – og inntökufundur hjá KFUM og KFUK, þar sem nýir félagsmenn voru formlega boðnir velkomnir í félagið við hátíðlega athöfn.
Að viku liðinni, fimmtudagskvöldið 24. febrúar verður haldinn fundur hjá AD KFUM, með spennandi og áhugaverðri dagskrá. Á þeim fundi mun Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur, rifja upp gamlar og góðar minningar frá UD (unglingadeild) KFUM á Amtmannsstíg, og Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson mun flytja hugvekju. Kaffi og kaffiveitingar verða á boðstólnum að dagskrá lokinni gegn vægu gjaldi að venju.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að fjölmenna á KFUM-fund að viku liðinni.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889