Sumarbuðir

Veröld viðskipta og kristin trú – fundur í AD fimmtudaginn 24. mars.

Á fimmtudagskvöldið þann 24. mars verður áhugaverð og spennandi dagskrá á fundi hjá AD (Aðaldeild) KFUM. Þar mun Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri fjalla um heim viðskipta og kristna trú, en Sigurður hefur um árabil rekið framleiðslufyrirtæki í Evrópu. Páll Hreinsson gjaldkeri Skógarmanna KFUM mun vera með upphafsorð, og hugvekju flytur séra Valgeir Ástráðsson sóknarprestur Seljakirkju.
Fundurinn verður haldinn í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
Að dagskrá lokinni verður að venju kaffi og kaffiveitingar á boðstólnum gegn vægu gjaldi. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889