Sumarbuðir

Vinnuflokkar í Vindáshlíð laugardagana 14. og 21. maí!

Laugardagana 14. og 21. maí verða haldnir vinnuflokkar í Vindáshlíð, sumarbúðum KFUM og KFUK í Kjós.
Unnið verður að skógræktarmálum og þrifum innanhúss. Von er á sjálfboðaliðum frá Auði Capital báða dagana, og félagsfólk er sérstaklega hvatt til að taka þátt.
Vinnan í vinnuflokkunum er mikilvægur liður í því að undirbúa Vindáshlíð fyrir sumarstarfið, sem hefur brátt göngu sína.
Mæting er kl. 9:30 báða laugardagana, og reiknað er með að unnið verði til um kl.16:00.
Í vinnuflokkunum verður boðið upp á ljúffengan mat fyrir sjálfboðaliða. Allir eru hjartanlega velkomnir!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889