Sumarbuðir

1 flokkur í Vindáshlið – Laugardagur

Laugardagurinn 11 júní, hér var enginn snjór við vakningu og það gladdi alla mikið 🙂
Eftir morgunmat og fánahyllingu lærðu þær um sköpun Guðs, og hvernig Guð skapaði allt og alla, þær fóru í skemmtilegan leik sem reyndi á sköpunarhæfileikana og það vakti mikla lukku.
Eftir að hafa borðað magafylli sína af pylsum í hádeginu var förinni heitið í göngutúr að Skógarhöll þar sem hópurinn fór í nokkra skemmtilega leiki. Það er gaman að segja frá því að eftir kaffitímann þá var farið að hlýna nóg til að nokkrar treystu sér til að vera úti á stuttermabolum og sólin skein hátt á lofti, nú höldum við í vonina að sumarið sé á næsta leiti.
Kvöldvakan var á sínum stað. þegar komið var að því að svæfa stelpurnar var þeim komið á óvart með náttfatapartýi þar sem var dansað og sungið í rúmlega klukkutíma. Þær fóru allar mjög sáttar og sælar að sofa spenntar yfir því að eyða 3 nóttinni sinni í Hlíðinni fríðu og eftir hana eru þær allar formlega orðnar Hlíðarmeyjar 🙂

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889