Sumarbuðir

Frumkvöðlaflokkur á Hólavatni: Stígvélaspark, bátsferðir og fleira: Myndir komnar

Í gær, 2. júní hófst Frumkvöðlaflokkur á Hólavatni. Í flokknum eru börn af báðum kynjum á aldrinum 7-8 ára. Flokkurinn stendur yfir í 3 daga, dagana 2. – 4. júní, og er sérstaklega ætlaður börnum sem ekki hafa áður dvalist í sumarbúðum.
Skemmtilegur og fjörugur hópur barna er í Frumkvöðlaflokknum, og á fyrsta degi flokksins tóku þau sér geysimargt fyrir hendur, að sögn Jóhanns Þorsteinssonar forstöðumanns. Farið var í bátaferðir, útileiki, fótbolta, keppt í stígvélasparki og rólustökki og leikrit undirbúin fyrir kvöldvöku. Foreldrum barnanna er svo boðið í heimsókn síðasta daginn í flokknum, og eru börnin orðin full eftirvæntingar að taka á móti þeim og sýna þeim Hólavatn.
Myndir af fyrsta degi flokksins er að finna hér á eftirfarandi slóð: http://kfum.niba.is/nc/myndir/?g2_itemId=123911 Frumkvöðlaflokkurinn á Hólavatni er nú haldinn í þriðja sinn. Nú í ár er fullbókað í flokkinn í fyrsta sinn. Það er því ljóst að orðspor flokksins hefur borist víða.
Starfsfólk KFUM og KFUK óskar börnunum í sumarbúðum félagsins góðrar áframhaldandi skemmtunar!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889