Sumarbuðir

Keppnis (Vatnaskógur)

Stærsta verkefnið í gær var hermannaleikurinn eða klemmuleikurinn eins og hann er stundum kallaður. Drengjunum var skipt í tvo hópa og héldu hóparnir sína leiðina hvor á sólarströnd Skógarmanna við Oddakot. Þar mættust þeir í miklum bardaga. Í lok bardagans bauðst drengjunum að vaða út frá sandströndinni okkar eða elta „skógarskrímslið“ og ná af því „höfuðleðrinu“.
Það hefur samt fjölmargt fleira verið á dagskrá, PUMA-bikarkeppnin í knattspyrnu, handboltamót, borðtenniskúlublástur, tímaskyn, stangatennis, bátsferðir, smíðastofa, billiard og kvöldvökur svo fátt eitt sé nefnt.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889