Sumarbuðir

Sunnudagssamkoma 11.desember, þriðja sunnudag í aðventu á Holtavegi

Nú á sunnudagskvöldið, 11.desember kl.20, þriðja sunnudag í aðventu, verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík.

Yfirskrift samkomunnar er : „Hvar er Kristur?“ (Matt. 11: 2-6). Ræðumaður kvöldsins verður Svana Helen Björnsdóttir, og Halldór Elías Guðmundsson segir frá æskulýðsstarfi félagsins.

Hin fjöruga Gleðisveit mun sjá um tónlist, söng og stjórnun samkomunnar af sinni alkunnu snilld.

Auðunn og Maja verða samkomuþjónar og tæknimaður kvöldsins verður Gylfi Bragi. Að samkomu lokinni verður sælgætis-og gossala KSS-inga opnuð, og gestir eru hvattir til að eiga góða og notalega aðventustund. Allir á öllum aldri hjartanlega velkomnir.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889