Sumarbuðir

Bæna – og vitnisburðasamkoma á Holtavegi sunnudaginn 5. febrúar

Næsta sunnudag, 5. febrúar, verður að venju sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík, kl.20.

Samkoman verður að þessu sinni bæna-og vitnisburðasamkoma, í umsjá Örnu Ingólfsdóttur.

Á samkomunni mun Sólveig Reynisdóttir gefa vitnisburð sinn, og  samkomugestum er einnig boðið að gefa vitnisburð, og settar verða upp eins konar bænastöðvar í samkomusalnum.

Guðrún Jóna Þráinsdóttir (Rúna) mun sjá um tónlistarundirleik, og Björgvin Þórðarson verður samkomuþjónn.

Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna á sunnudagskvöldið og hvattir til að eiga góða stund í góðum félagsskap í upphafi nýrrar viku.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889