Sumarbuðir

Paradís: Unglingalandsmót hefst í kvöld

Unglingalandsmót KFUM og KFUK (smámynd)Unglingalandsmót KFUM og KFUK hefst með formlegum hætti með kvöldvöku í Vatnaskógi kl. 21:00 í kvöld þar sem hljómsveitin Tilviljun? leiðir söng, Helga Frímann og Pétur Ragnhildarson stjórna fjörinu og Guðni Már Harðarson verður með hugleiðingu.

Á mótinu verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, fræðslustund, spjallhópa, íþróttir, gönguferð, diskótek og danskennslu, það verða kvikmynda- og myndbandstökuhópar og margt fleira.

Mótsnefnd að þessu sinni er skipuð Öllu Rún Rúnarsdóttur leiðtoga úr unglingastarfi KFUM og KFUK í Fella- og Hólakirkju, Thelmu Dögg Haraldsdóttur leiðtoga úr starfinu í Mosfellsbæ og Daníel Bergmann leiðtoga úr unglingadeildinni í Grensáskirkju. Þeim til skrafs og ráðagerða var Elli á æskulýðssviði.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889