Sumarbuðir

Vorferð AD KFUM fimmtudaginn 26. apríl til Grindavíkur

Fimmtudaginn 26. apríl verður farið í árlega Vorferð AD KFUM. Að þessu sinni er ferðinni heitið til Grindavíkur. Brottför verður með rútu frá Holtavegi kl. 18:00 fimmtudaginn 26. apríl.

Ekið verður eftir Suðurstrandarvegi, framhjá Kleifarvatni. Kvöldverður verður snæddur á veitingahúsinu Salthúsinu í Grindavík. Matseðill kvöldsins er: Lambalæri með smjörsteiktum kartöflum, grænmeti og sveppasósu.

Þá verður Kvikan – Auðlinda – og menningarhús í Grindavík skoðað. Ferðin endar svo með heimsókn í Grindavíkurkirkju, þar sem séra Elínborg Gísladóttir tekur á móti hópnum og kynnir starfssemina.

Heimkoma er áætluð um kl. 23:00, á Holtaveg 28.

Verð í ferðina er kr. 4.000 (matur og rútuferðir innifaldar).

Skráning í ferðina fer fram í síma 588-8899 og á netfanginu skrifstofa@kfum.is .

Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að enda frábæran vetur í AD KFUM með skemmtilegri kvöldstund í Vorferð.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889