Sumarbuðir

Mæður, dætur og synir í Ölveri 7.- 9. september

Dagana 7.- 9. september verður mæðgna- og mæðginahelgi í Ölveri.

Þá gefst mæðrum tækifæri á að dvelja með börnum sínum í Ölveri og njóta alls þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem felur m.a. í sér morgunleikfimi, morgunstundir, kvöldvöku, gönguferð, veislukvöldverð, náttfatapartý og ýmislegt fleira. Á kvöldvökum verða Ölverslögin sungin og skemmtilegir leikir og leikrit á dagskránni. Forstöðukona helgarinnar verður Svava Sigríður Svavarsdóttir. Mæður, dætur og synir eru hvött til að kynna sér mæðgna- og mæðginahelgina.

Skráning er á heimasíðu KFUM og KFUK og hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og á netfanginu skrifstofa@kfum.is .

Verið hjartanlega velkomin á mæðgna-og mæðginahelgi!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889