Ritstjórn

Ritstjórn

Ritstjórn KFUM og KFUK er aðgangur sem er notaður til viðhalds og þróunar á vefsvæði KFUM og KFUK.

Regnbogadagur og Ævintýraland í Ölveri

Við vöknuðum í stilltu og fallegu veðri eftir vætusama roknótt. Starfsfólk var allt klætt sérlega litskrúðugum fötum og hafragrauturinn var appelsínugulur. Eftir fánahyllingu voru stúlkurnar sérlega góðar og áhugasamar í Biblíulestrinum, en þar ræddum við um Guð og náunga okkar,…

Vatnaskógur – 2. flokkur lokadagur

Nú er runninn upp lokadagur í 2. flokki. Flokkurinn hefur gengið vel. Í hádeginu var pizzaveisla sem vakti mikla lukku. Margt er í boði núna s.s. bátar, smíðaverkstæði, fótbolti, golf, íþróttáhúsið ofl. Senn mæta drengirnir og pakka niður. Eftir kaffið…

Vatnaskógur-sunnudagur í 2. flokki

Upp er risinn sunnudagur, bjartur og fagur. Drengirnir fengu að sofa út í morgunn, þ.e. til kl. 9.00. Flestir nýttu sér þann munað en aðrir voru vaknaðir. Í morgun var skógarmannamessa eins og venja er á sunnudögum. Tveir drengir lásu…

Vindáshlíð 2. flokkur: 2. dagur

Sæl öll sömul. Í gær lauk öðrum degi flokksins okkar hérna í Vindáshlíð og allt gengur að óskum. Nokkrar stelpur fá kannski dálitla heimþrá rétt fyrir svefninn á nýjum stað en það gengur yfirleitt mjög fljótt yfir og gleymist í…

Allt á fullu í Ölveri

Í dag var lokahöndin lögð á hin ýmsu verkefni sem sýnd verða á morgun, veisludag. Myndlistarhópur kláraði mósaíkverk sitt með því að setja fúgur í kringum flísabrotin. Tónlistarhópur æfði sitt frumsamda lag og málaði hljóðfæri. Tjáningarhópur fínpússaði leikverkið sitt. Við…