Ritstjórn

Ritstjórn

Ritstjórn KFUM og KFUK er aðgangur sem er notaður til viðhalds og þróunar á vefsvæði KFUM og KFUK.

Samkoma á Holtavegi sunnudaginn 8. febrúar

Sunnudagssamkoma verður á Holtavegi 28 sunnudaginn 8. febrúar kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er „Keppið til sigurs" og ræðumaður verður dr. Sigurður Pálsson. Veitingasala verður eftir samkomuna. Allir eru velkomnir.

AD KFUM fimmtudaginn 5. febrúar

Fundur verður í AD KFUM fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20 á Holtavegi 28. Jón Sigurðsson fyrrv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjallar um ESB og Ísland. Kári Geirlaugsson hefur hugleiðingu. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn eru velkomnir.

Ljósmyndadeild KFUM og KFUK

Ljósmyndadeild er nýjung í ungmennastarfi KFUM og KFUK sem hóf starf sitt í haust. Starfið felst í vikulegum samverustundum þar sem fram fer kennsla og umræður um myndavélar, ljósmyndun og ljósmyndir og fleira tengt því. Deildin er miðuð við 16…

Æskan á óvissutímum – málþing á Ísafirði 25. nóvember

Æskulýðsvettvangurinn, samstarf KFUM og KFUK, BÍS og UMFÍ, stendur fyrir málþinginu Æskan á óvissutímum á Ísafirði á þriðjudag. Málþingið verður haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 25. nóvember kl. 16:30-19:30. Þar verður fjallað um áhrif óvissuástandsins í samfélaginu á börn…