Ritstjórn

Ritstjórn

Ritstjórn KFUM og KFUK er aðgangur sem er notaður til viðhalds og þróunar á vefsvæði KFUM og KFUK.

Samkoma á Holtavegi sunnudaginn 1. febrúar kl. 20

Sunnudaginn 1. febrúar verður samkoma á Holtavegi 28 kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er: „Sjónarvottur að hátign hans – 2.Pét. 1:12-19“. Ræðumaður er sr. Ólafur Jóhannsson. Veitingasala verður eftir samkomuna. Allir eru velkomnir.

Fjölskylduhelgi í Vindáshlíð

Vellíðan í Vindáshlíð er helgarnámskeið fyrir foreldra og börn um uppeldi og samskipti. Hrund Þórarinsdóttir, djákni og MA í uppeldis og menntunarfræði hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Á dagskrá eru fyrirlestrar fyrir foreldra, samverustundir fyrir börnin, verkefnavinna fyrir alla fjölskylduna, útivera…

Norrænt unglingamót í Færeyjum í sumar

Norræn mót KFUM og KFUK eru að jafnaði haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Mótið í sumar verður 5. – 11. júlí í Færeyjum og er haldið af KFUM og KFUK á Íslandi í samstarfi við KFUM og…

Nefmálun vinsæl á deildarfundum á Akureyri

Í vikunni hafa bæði stelpur og strákar víðsvegar um landið tekist á við nefmálun. Það getur tekið á þegar hver og einn málar með sínu nefi og verkefnið er bæði í senn krefjandi og skemmtilegt. Samvinnan er lykilatriði en krakkarnir…

Sólheimanámskeið 7. febrúar

Hið árlega Sólheimanámskeið kirkjunnar og KFUM og KFUK verður haldið laugardaginn 7. febrúar. Sólheimanámskeiðið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum í starfi kirkjunnar og KFUM og KFUK 15-90 ára. Í ár eru þrjú námskeið í boði og er hægt að sækja…

AD KFUM fimmtudaginn 29. janúar

Fundur verður í AD KFUM fimmtudaginn 29. janúar kl. 20 á Holtavegi 28. Hilmir Ásgeirsson læknir segir frá læknisstörfum í Eþíópíu. Dr. Ásgeir B. Ellertsson hefur hugleiðingu. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn eru velkomnir.