Kaffisala í Ölveri sunnudaginn 22. ágúst
Nú á sunnudaginn næstkomandi fer fram hin árlega kaffisala Ölvers sumarbúða KFUM og KFUK. Kaffisalan sem fram fer í sumarbúðunum er annáluð fyrir afar vandað kaffihlaðborð, þar sem borðin svigna undan hnallþórum, heitum réttum og ýmsum kræsingum. Foringjar sumarsins aðstoða…