Category Fréttir

Sól og sumarylur í Ölveri

5.dagur Stelpurnar vöknuðu hressar klukkan hálf níu á fallegum laugardegi. Þær snæddu morgunverð og fóru í fánahyllingu eins og vanalega. Að biblíulestri loknum tók við úrslitakeppnin í brennó og var hetjulega barist um titilinn. Liðið sem vann keppnina mun svo…

Vindáshlíð: 4. dagur

Mánudagurinn byrjaði með því að stelpurnar fengu kókópöffs og var klappað fyrir þeim sem voru að koma í fyrsta skipti því þegar stelpa hefur verið 3 nætur í Vindáshlíð er hún formlega orðin Hlíðarmeyja. Farið var í Hlíðarhlaup niður að…

Hæfileikaríkar stúlkur í Ölveri.

Nú er þessi næstsíðasti dagur að kveldi kominn. Eftir morgunmat og fánahyllingu endurröðuðum við í salnum og héldum guðsþjónustu. Ein stúlkan las uppfletti-ritningartextann sem að þessu sinni var úr Jóhannesarguðspjalli 3:16. Önnur stúlka las guðspjallið og saman sungum við mikið…

Við komum heim úr Vindáshlíð í dag

Við vöknuðum fyrr í morgun enda ýmislegt að gera áður en haldið verður heim. Sólin leikur við okkur og margar voru röskar að koma farangri sínum út á hlað. Eftir morgunmat var fáninn dreginn að húni. Því næst var haldið…

Magnaður mánudagur í Vindáshlíð

Nú er á enda magnaður dagur sem við höfum upplifað hér í Vindáshlíð. Við vöknuðum í hlýju og björtu veðri og strax eftir morgunmat og biblíulestur var stígvélaspark og brennó. Sólin skein og því grilluðum við pylsur úti á hlaði…

Ævintýraflokkur í Vindáshlíð

Þá er hann hafinn, ævintýraflokkurinn sem stelpurnar hafa beðið eftir. Hingað í Vindáshlíð eru mættar 83 kröftugar stelpur sem eru til í allt. Eftir kynningu og niðurröðun í herbergi var hádegismatur. Þá var farið í gönguferð að fossinum Brúðarslæðu en…