Category Fréttir

AD KFUK þriðjudaginn 21. apríl

Fundur í AD KFUK verður þriðjudaginn 21. apríl kl. 20 á Holtavegi 28. Lofgjörðar og fyrirbænastund í umsjá Þórdísar K. Ágústsdóttur og Ástu Haraldsdóttur. Kaffi eftir fundinn. Allar konur eru velkomnar

Myndir úr Vorferð AD í Vatnaskóg

Vorferð AD KFUM og KFUK var farin í Vatnaskóg 16. apríl. Rúmlega sjötíu þátttakendur voru í ferðinni. Boðið var upp á kvöldmat í matskála, kynningu og skoðunarferð um nýbygginguna og kvöldvöku í Gamla skála. Myndir úr ferðinni má finna hér:…

Kaffisala Skógarmanna á sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta 23. apríl verður árleg kaffisala Skógarmanna KFUM í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Kaffisalan hefst kl. 14 og lýkur kl. 18. Kaffisalan er mikilvægur liður í fjáröflun Vatnaskógar og skemmtileg afþreying á fyrsta degi…

Upphaf framkvæmda við Hólavatn

Föstudaginn 17. apríl var undirritaður verksamningur á milli sumarbúðanna á Hólavatni og Loftorku um framleiðslu á forsteyptum einingum fyrir nýjan skála sem rísa mun á Hólavatni. Heildarverðmæti samningsins er um 10 milljónir króna og því ljóst að stórt skref er…