Category Fréttir

Opið í Vindáshlíð fyrir fjölskyldur um bænadaga!

Opið hús verður í Vindáshlíð fyrir fjölskyldur félagsmanna í KFUM og KFUK um bænadagana. Dagskráin er frjáls, en í boði verður: upplestur úr passíusálmunum, útivist og gönguferðir, vinabönd, perluföndur, spil, leikir, búningar, frjálsir leikir í íþróttahúsi, eggjamálun, helgileikur um píslargönguna…

Hoppukastalafjör

Strákarnir í YD KFUM á Holtavegi skemmtu sér vel í hoppukastalafjöri í gær. En leiðtogarnir í deildinni settu einn af fjölmörgu hoppuköstulum félagsins í gang og gátu strákarnir leikið hinar ýmsu kúnstir er þeir hoppuðu niður kastalann. Mikil gleði skein…

Ný stjórn KFUM og KFUK á Suðurnesjum

Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum var haldinn í félagsheimilinu Hátúni 36 4. mars s.l. Þar var kosin ný stjórn fyrir starfsstöðina og er hún nú skipuð eftirtöldum félagsmönnum: Sigurbjört Kristjánsdóttir formaður, Laufey Gísladóttir ritari, Sveinn Valdimarsson gjaldkeri, Erla Guðmundsdóttir…

Ten Sing Norway á Akureyri

Eftir velheppnaða Ten Sing æfingu á Holtaveginum síðasta miðvikudagskvöld hélt Ten Sing Norway hópurinn til Akureryar. Hópurinn sýndi listir sýnar á Glerártorgi í tilefni af Evrópuátaki gegn fordómum, sem KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í ásamt fleirum. Um…

AD KFUM fimmtudaginn 19. mars

Fundur í AD KFUM verður fimmtudaginn 19. mars kl. 20 á Holtavegi 28. Knattspyrnuprestar segja frá ferð um Kenýju. Umsjón efnis hafa sr. Sigurður Jónsson og sr. Bolli Pétur Bollason. Hugleiðingu hefur sr. Sigfús Kristjánsson. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn…

Ten Sing æfing á laugardag

Laugardaginn næstkomandi verður Ten Sing æfing á Holtaveginum á vegum Ten Sing Norway hópsins. Á æfingunni fá allir að spreyta sig í söng, tónlist, leiklist og dans. Æfingin byrjar klukkan 10.00 og verður fram eftir degi. Þátttakendur geta keypt sér…