Category Fréttir

Samkoma á Holtavegi á sunnudaginn 22. febrúar

Samkoma verður á Holtavegi 28 sunnudaginn 22. febrúar kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er: Læging og upphefð Krists – Jes. 52:13-15. Ræðumaður er Johan Vilhelm Eltvik, framkvæmdastjóri KFUM í Evrópu. Veitingasala eftir samkomuna. Allir eru velkomnir.

Spurningakeppni YD

Spurningakeppni YD var núna síðasta laugardag. Alls kepptu 8 lið og stóðu keppendur sig mjög vel. Spyrill var Haukur Árni æskulýðsfulltrúi og dómari og stigavörður var fyrrverandi Gettu betur þátttakandinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson. Í fjögurraliða úrslitum kepptu KFUM í Keflavík…

Hátíðar og inntökufundur 19. febrúar

Fimmtudaginn 19. febrúar verður hátíðarfundur í AD KFUM og KFUK í tilefni 110 ára afmælis KFUM og KFUK á Íslandi. Forseti Evrópusambands KFUM, Peter Posner flytur ávarp, flutt verður atriði úr söngleiknum !HERO og sr. Guðni Már Harðarson flytur hugleiðingu.…

Sunnudagssamvera á Akureyri 15. febrúar

Sunnudagssamvera verður í Sunnuhlíð 12 kl. 20. Kristniboðsfélag Akureyrar sér um samkomuna. Ragnar Gunnarsson talar. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins. Bænastund á sama stað kl. 19.30. Allir eru velkomnir