Category Fréttir

Samverustundir á Holtavegi sunnudaginn 15. febrúar

Afríkudagur verður á fjölskyldusamveru á Holtavegi á sunnudag kl. 15. Samveran er í umsjá Ragnars Schram. Afrískur leikur, afrískur söngur og afrískar fléttur eru meðal dagskráratriða. Veitingar að samveru lokinni. Sunnudagssamkoma verður á Holtavegi 28 á sunnudagskvöld kl. 20. Yfirskriftin…

Í knattspyrnu á kúskinnsskóm

Við viljum vekja athygli allra unnenda íslenskrar knattspyrnu á því að á safnanótt, föstudaginn 13. febrúar, verður fluttur fyrirlestur í Borgarskjalasafni kl. 21.00 sem nefnist „Í knattspyrnu á kúskinnsskóm“. Í fyrirlestrinum mun Þórarinn Björnsson, skjalavörður á Borgarskjalasafni, fjalla á myndrænan…

Snjóþotuleikar á Akureyri

Í vikunni fóru krakkarnir í yngri deild KFUK og KFUM á Akureyri upp í brekku að renna sér. Nægur snjór er nú fyrir norðan og var því gaman að fundarefnið var snjóþotuleikar. Fjölbreytnin var í fyrirrúmi og mátti sjá ruslapoka,…

AD KFUM fimmtudaginn 12. febrúar

AD KFUM fundur verður á Holtavegi 28 fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20. Magnús Erlendsson og Theodór Marinósson segja frá fyrstu utanferð KFUM pilta 1950. Sr. Frank M. Halldórsson flytur hugleiðingu. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn eru velkomnir

Vel heppnað leiðtoganámskeið um helgina

Síðastliðna helgi fór fram Sólheimanámskeið KFUM og KFUK og kirkjunnar. Námskeiðið hófst með morgunkaffi klukkan 9.30 og stóð til klukkan 17.00, en þá var námskeiðinu slitið með messu í Sólheimakirkju. Námsekiðið sóttu 79 leiðtogar úr barna – og æskulýðsstarfi KFUM…