Category Fréttir

Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi

Helgina 20. – 22. febrúar verður haldið í Vatnaskógi árlegt Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK á Íslandi. Unglingadeildir KFUM og KFUK eru starfandi í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Keflavík, Grindavík, Hveragerði, Akureyri, Ólafsfirði, Hvammstanga og Vestmannaeyjum. Skráning á mótið fer fram…

AD KFUK þriðjudaginn 10. febrúar

Fundur verður í AD KFUK þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20 á Holtavegi 28. Halla Jónsdóttir verður með biblíulestur um Rómverjabréfið undir yfirskriftinni: „Í Kristi“. Kaffi eftir fundinn. Allar konur eru velkomnar. Hátíðarfundur KFUM og KFUK sem jafnframt er inntökufundur nýrra…

Viltu hafa áhrif?

Vindáshlíð óskar eftir konum í framboð til stjórnar! Stjórnarkjör fyrir Vindáshlíð fer fram á aðalfundi Vindáshlíðar þriðjudaginn 24. febrúar næstkomandi. Fjórar konur munu ganga úr stjórn að þessu sinni. Þær: Guðrún Kristjánsdóttir, formaður, Árný Jóhannsdóttir, varaformaður, Ragnheiður Sigurðardóttir og Hanna…

Samkoma á Holtavegi sunnudaginn 8. febrúar

Sunnudagssamkoma verður á Holtavegi 28 sunnudaginn 8. febrúar kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er „Keppið til sigurs" og ræðumaður verður dr. Sigurður Pálsson. Veitingasala verður eftir samkomuna. Allir eru velkomnir.

AD KFUM fimmtudaginn 5. febrúar

Fundur verður í AD KFUM fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20 á Holtavegi 28. Jón Sigurðsson fyrrv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjallar um ESB og Ísland. Kári Geirlaugsson hefur hugleiðingu. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn eru velkomnir.