Category Fréttir

“We have won”

Okkur voru að berast gleðifréttir. Gámurinn með skókössunum er kominn á áfangastað eftir langt ferðalag. Við vorum afar glöð að heyra það enda ekki sjálfgefið að gámurinn kæmist í tæka tíð. Tollafgreiðsla þarna úti er mjög ströng og skriffinnskan sem fylgir einum…

Eimskip – Flytjandi öflugur samstarfsaðili

Eimskip – Flytjandi hefur gert samkomulag við KFUM og KFUK um flutning á pökkum sem tengjast verkefninu „Jól í skókassa“. Það þýðir að félagið tekur að sér að flytja gjafirnar af landsbyggðinni til Reykjavíkur í höfuðstöðvar KFUM og KFUK og…

Söfnun 2007

Þá er farið að styttast í daginn stóra í ár. Loka skiladagur er laugardagurinn 3. nóvember n.k í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Þann dag verður tekið á móti kössum frá klukkan 11:00 til 16:00. Jafnframt verður myndasýning frá…

Fréttir af gámnum

Gámur með 4.925 skókössum var sendur áleiðis til Úkraínu um miðjan nóvember. Samkvæmt upplýsingum flutningafélagsins verður hann þar í landi upp úr miðjum desember.

Frábær dagur

Það var þreyttur en virkilega sæll hópur fólks sem hélt heim aðfaranótt sunnudags. Laugardagurinn 11.nóvember var sannarlega gleðidagur. 4.650 kassar voru komnir í gám. Þegar klukkan sló ellefu, laugardagsmorguninn 11.nóv fór fólk að streyma með pakkana sína í hús KFUM…

Góð fyrirheit

Helgin gekk stórkostlega á þeim tveim stöðum þar sem skipulögð söfnun fór fram. Á laugardaginn var yfir 100 kössum safnað í Stykkishólmi sem er alveg stórkostlegur árangur. Á Akureyri söfnuðust vel yfir 300 kassar og margir hringdu því þeir komust…